Fornleifauppgröfturinn á Kúabót í Álftaveri fór fram á árunum 1972–1976. Álftaver er 600 km2 og er að mestum hluta myndað úr framburði frá Mýrdalsjökli. Landnáma nefnir tvo landnámsmenn sem voru staðsettir í Álftaveri. Þeir flúðu svæðið vegna jarðelds og það ljóst að Katla og virkni hennar hefur öldum saman ógnað byggðum. Þessi rúst sem fannst í Álftaveri var hvergi merkt á kort. Hún er á leiru suðvestan núverandi buggð í Álftaveri. Þar á sandinum viru einu sinni þrjár uppsprettur; Austasti Kælir, Miðkælir og Vestasti Kælir. Miðkælir hvarf árið 1918 við Kötlugosið. Austasti Kælir rennur næst byggð, en Vestasti Kælir er hins vegar nokkru vestar. Á milli þessara uppspretta var einu sinni há sandalda, vaxin melgrasi og hét Kúabót. Eftir 1918 fór Kúabót að blása upp og var hún að fullu horfin um 1950 en þá kom rústin sjálf í ljós. Þórður Tómasson, þáverandi safnstjóri í Skógum, gróf nokkrum árum seinna í rústirnar eftir að þær komu í ljós og hvatti Gísla Gestsson til að rannsaka þær. Þegar eiginlegum fornleifauppgrefti lauk fylgdist Þórður Tómasson með rústunum og hirti alla lausamuni sem þar komu í ljós. Eftir fyrsta árið í uppgröftnum kom í ljós að þessi uppgröftur var töluvert meira verk en menn héldu í fyrstu.

Rústirnar breyta

Rúst þessi er af nafnlausum bæ og er hún hvergi merkt á kort og ekki reyndist auðvelt að finna stað hennar á uppdrætti Íslands. Við uppgröftinn komu í ljós rústir húsa en ekki heil hús. Jafnvel tóttir húsa eru sjaldan svo lítið hrundar að þær séu réttnefndar tóttir.

Bærinn sem fannst í Kúabót hefur verið stór. Veggir hans hafa verið hlaðnir úr hraungrýti, nema veggir baðstofunnar sem voru úr torfi. Bærinn skiptist í sjö tóttir, auk ganga, kirkju tóttar á hlaði og útihústóttar norðvestan við bæjarhúsin og voru þau skráð eftirfarandi:

  • A. (stofa)
  • B. (skáli)
  • C. (önd) Þessi tótt hefur eflaust verið kölluð önd til forna, en samkvæmt íslenskri orðabók gæti önd verið anddyri, fordyri eða forstofa.
  • D. (búr)
  • E. (göng)
  • F. (baðstofa)
  • G. (salerni)
  • H. (eldhús)
  • I. (óvíst) Eina sem fannst í þessu húsi voru húsdýrabein, tennur og viðarleifar. Ekki er hægt að segja til um tilhvers þetta hús var en svo virðist vera að þetta hafi verið einhvers konar útihús.
  • J. (skemma)
  • K. (kirkja)

Húsaskipunin var sú að austast var eldhúsið með stafni fram á hlað. Þar næst kom stofan með stoðum með veggjum, bekkjum með langhliðum og palli við austurenda. Frá stofunni var svo innangengt til skála sem var vestan við hana. Fjórföld röð stoða var í skála, með veggjum og við frambrún seta. Vestast í skálatótt voru merki um þiljaða forstofu og þar hefur verið gengið inn af hlaði. Vestan við forstofuna var svo búrtótt. Í forstofunni voru merki um eldstæði. Vestast í bæjarröðinni var skemmutótt með gafli fram á hlað. Göng lágu norður úr forstofu og úr þeim hefur verið gengið til vinstri inn á salerni og svo til hægri um göng til baðstofunnar. Lokræsi var undir gangagólfi og alla leið eftir forstofu og út á hlað. Stétt var síðan fyrir utan við bæjarhúsin og svo lá stétt til kirkjunnar sem var frammi á hlaði. Veggir kirkjunnar voru hlaðnir úr grjóti á þrjá vegu, en timburstafn til vesturs. Merki voru um timburgólf í tóttinni og leifar timburþils. Leifar af garði voru sunnan kirkju og gangstétt í suður frá suðurkambi. Sködduð tótt var norðvestan við húsin og hefur það eflaust verið einhvers konar útihús. Auðséð var að bærinn í Kúabót hefur farið í eyði í jökulhlaupi og er það talið hafa verið í kjölfar eldgoss í Kötlu undir lok 15. aldar.

Aldursákvörðun breyta

Húsaskipanin í Kúabót í Álftaveri bendir til þess að bærinn sé frá miðöldum. Henni svipar til þess sem fannst að Gröf í Öræfum, sem lagðist í eyði 1362 við öskufall frá stórgosi í Öræfajökli. Bærinn í Kúabót er stærri en sá sem fannst að Gröf, enda var kirkjustaður í Kúabót. Um nákvæmari tímasetningu verður að leita til gjóskulagafræðarinnar og íhuga hvort einhver gripanna sem fundust í Kúabót veiti svörð hvað varðar tímasetningu. Kötlugosum fylgja jökulhlaup. Þau flæða yfir stór svæði á Mýrdalssandi og valda tjóni á þvi landi og mannvirkjum sem fyrir verða. Það þótti augljóst að bærinn hafi farið í eyði eftir jökulhlaup sem skildi meðal annars eftir sig rúmlega 25 cm lag af leir og sandi í frambænum en það lag var nú undir rofum úr þökum. Tímasetning á gosinu sem olli þessu hlaupi væri því jafnframt tímasetning á eyðingu bæjarins. Engin þekkjanleg gjóskulög fundust við uppgröftinn á frambænum árin 1972 og 1973. Hins vegar, árið 1974, þegar baðstofan var rannsökuð kom í ljós kekkir við suðurvegg hennar með svörtu gjóskulagi. Auk þess fannst í moldinni smávegis af ljósum gjóskukornum, samskonar og þau sem mynda gjóskulagið úr Öræfajökli árið 1362. Niðurstöður jarðfræðinga voru þær að gjóskulagið væri úr Kötlugosinu 1416. Hægt var að sjá að svarta gjóskulagið var á 2 – 3 cm dýpi í kökkunum og má ætla að þeir hafi verið stungnir alllöngu síða eða ef til vill 20 – 40 árum eftir gosið. Þar af leiðir, að a.m.k baðstofan hefur verið hlaðin eftir 1416. Næsta Kötlugos, og hlaup, sem getið er í rituðum heimildum var árið 1580. Ekki er líklegt að Kúabót hafi verið í byggð svo lengi. Jarðfræðilegar athuganir sýna að það hafi orðið gos í Kötlu um 1490. Ekki eru til heimildir um þetta gos en af gjóskulaginu sem það myndaði má ráð að það hefur verið í meðallagi miðað við önnur Kötlugos á sögulegum tíma. Hugsanlegt er að jökulhlaupið sem lagði Kúabót í eyði hafi tengst gosinu í Kötu sem átti sér stað um 1490.

Fundir breyta

Margir munir fundust við rannsóknina, eða samtals 564 tölusett númer.[1] Þar á meðal er nokkuð af timburleifum, sem varpa ljósi á innréttingu stofu og skála. Sáir voru í búri og í salernistótt var stórt steinkeir. Í kirkjunni fundust meðal annars tvær eirskálar, lítið Maríulíkneski og leirkerabrot.

Tilvísanir breyta

  1. Lilja Árnadóttir (1986). „Kúabót í Álftaveri“. Árbók hins íslenzka fornleifafélags. 83: 63.