Kötludraumur er íslenskt sagnakvæði undir fornyrðislagi. Kvæðið er ævagamalt og birtist fyrst í handritum frá ofanverðri 17. öld (elsta handritið frá 1665). Kötludraumur hefur verið feikilega vinsælt sagnakvæði um allt land og kvæðið finnst í a.m.k. 80 íslenskum pappírshandritum. Talið er að kvæðið hafi verið ort einhvern tímann á 14. öld, fyrir tíma Svartadauða.