Kóngssveppur
(Endurbeint frá Kóngsveppur)
Kóngssveppur (eða ætilubbi) (fræðiheiti: Boletus edulis) er mjög eftirsóttur ætisveppur.[1] Hann vex í skógi og kjarri um alla Evrópu (meðal annars á Íslandi, en er ekki sérstaklega algengur) og Norður-Ameríku. Kóngssveppur er pípusveppur sem verður allt að 20 sm í þvermál, er brúnn á litinn með hvítt hold og gildan staf sem breikkar aðeins niður. Lyktin af honum minnir á hefað deig. Pípulagið er fyrst hvítt en gulnar með aldrinum og verður þá seigt þannig að best er að skera það af fyrir matreiðslu.
Kóngssveppur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Boletus edulis Bull.:Fr. |
Gallerí
breytaTenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Helgi Hallgrímsson (2010). Sveppabókin. Skrudda. bls. 228. ISBN 978-9979-655-71-8.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist kóngssvepp.
Wikilífverur eru með efni sem tengist kóngssvepp.