Kóngssveppur (eða ætilubbi) (fræðiheiti: Boletus edulis) er mjög eftirsóttur ætisveppur.[1] Hann vex í skógi og kjarri um alla Evrópu (meðal annars á Íslandi, en er ekki sérstaklega algengur) og Norður-Ameríku. Kóngssveppur er pípusveppur sem verður allt að 20 sm í þvermál, er brúnn á litinn með hvítt hold og gildan staf sem breikkar aðeins niður. Lyktin af honum minnir á hefað deig. Pípulagið er fyrst hvítt en gulnar með aldrinum og verður þá seigt þannig að best er að skera það af fyrir matreiðslu.

Kóngssveppur
Kóngssveppur (B. edulis) Skógur nálægt Rambouillet, Frakklandi
Kóngssveppur (B. edulis)
Skógur nálægt Rambouillet, Frakklandi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Homobasidiomycetes
Ættbálkur: Pípusveppir (Boletales)
Ætt: Boletaceae
Ættkvísl: Boletus
Tegund:
B. edulis

Tvínefni
Boletus edulis
Bull.:Fr.

Gallerí

breyta

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Helgi Hallgrímsson (2010). Sveppabókin. Skrudda. bls. 228. ISBN 978-9979-655-71-8.
   Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.