Kólumbíska kvennalandsliðið í knattspyrnu

Kólumbíska kvennalandsliðið í knattspyrnu (spænska: Selección femenina de fútbol de Colombia) er fulltrúi Kólumbíu á alþjóðlegum vettvangi. Liðið hefur tekið þátt í öllum Suður-Ameríkukeppnum frá 1998 og þrívegis hafnað í öðru sæti. Kólumbía hefur þrisvar sinnum komist í úrslitakeppni HM kvenna og komst í fjórðungsúrslit á HM 2023.

Kólumbíska kvennalandsliðið í knattspyrnu
GælunafnLas Chicas Superpoderosas; Las Cafeteras (kaffibændurnir)
ÍþróttasambandKólumbíska knattspyrnusambandið
ÁlfusambandCONMEBOL
ÞjálfariÁngelo Marsiglia (til bráðabirgða)
FyrirliðiDaniela Montoya
Most capsCatalina Usme (78)
MarkahæsturCatalina Usme (52)
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
23 (15. mars 2024)
22 (des.2016-júní 2017; ág. 2023)
43 (mars 2007)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
4-1 á móti Venesúela, 2. mars 1998.
Stærsti sigur
8-0 á móti Venesúela, 11. apríl, 2003; 8-0 á móti Úrúgvæ, 6. júní, 2004; 8-0 á móti Úrúgvæ, 13. nóv., 2010
Mesta tap
0-12 á móti Brasilíu, 27.apríl 2003