Kókoshneta er aldin kókóspálma (fræðiheiti: Cocos nucifera), afar stór hneta með hörðum skurn. Kókóspálmi er stórvaxinn pálmategund sem verður allt að 30 m með 4–6 m metra laufblöðum með nálum sem verða 60–90 sm langar. Gömul laufblöð brotna af stofninum og bolurinn verður sléttur. Kókóspálmi er ræktaður í hitabeltinu bæði til skrauts og til ýmis konar nytja. Ræktun kókospálma ógnar sums staðar vistkerfi t.d. fenjatrjám (mangroves). Í kaldari loftslagsbeltum er áþekkur pálmi; Syagrus romanzoffiana ræktaður til skrauts.

Kókóspálmi
Kókóspálmi (Cocos nucifera)
Kókóspálmi (Cocos nucifera)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Undirríki: Kímplöntur (Embryophyta)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
(óraðað) Commelinids
Ættbálkur: Pálmar Arecales
Ætt: Arecaceae
Undirætt: Arecoideae
Ættflokkur: Cocoeae
Ættkvísl: Cocos
Tegund:
C. nucifera

Tvínefni
Cocos nucifera
L.
Kókoshneta
Kókoshnetustokkur
Áætluð útbreiðsluleið kókospálma um heiminn

Tenglar

breyta