Juniperus conferta er tegund af eini (oft talinn afbrigði af J. rigida), sem vex í Japan og Sakhalin, þar sem hann vex á sandöldum. Conferta er úr latínu; "Con" sem þýðir saman og "ferta" sem merkir sterk. Hann myndar þétta breiðu og er með ferskan grænan lit sem minnir á grasflöt. Hann verður mest 50 sm hár, en að 30m í flatarmál. Nálarnar eru mjög stingandi, nokkuð sem er áberandi hjá mörgum einitegundum. Greinarnar eru rauðbrúnar. Berkönglarnir eru silfurlitir eða blásvartir. Yfirleitt er hann þolinn á jarðveg, en þolir samt illa bleytu. Hann er oft ræktaður sem bonsai.

  • Klónninn 'Blue Pacifica' er með blágrænar nálar.
  • Klónninn 'Compacta' er þéttur og fyrirferðarlítill, mest 30 sm hár.
  • Klónninn 'Silver Mist' er með næstum silfurlitaðar nálar.
  • Klónninn 'Emerald Sea' er ljósgrænn og hærri en hinir, og þolir vel kulda.
Juniperus conferta

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Barrviðarbálkur (Pinales)
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund:
J. conferta

Tvínefni
Juniperus conferta
Parl.


Tilvísanir breyta

Ytri tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist