Jungle Hunt
(Endurbeint frá Jungle King)
Jungle Hunt er tölvuleikur sem japanski leikjaframleiðandinn Taito setti á markað fyrir spilakassa árið 1982. Upphaflega hét leikurinn Jungle Boy og síðan Jungle King þar sem aðalpersónan var maður í lendaskýlu sem líktist Tarsan. Eftir málaferli sem erfingjar Edgar Rice Burroughs unnu breytti fyrirtækið leiknum þannig að aðalpersónan var fullklædd í safaríföt. Um leið var nafni leiksins breytt í Jungle Hunt.
Leikurinnn er hliðarskrunsleikur frá hægri til vinstri. Í leiknum eru fjögur ólík borð þar sem aðalpersónan þarf að sveifla sér í trjám, synda í á með krókódílum, hlaupa upp fjallshlíð og stökkva yfir steina sem rúlla niður og að síðustu að bjarga stúlku frá mannætum.