Julius Rasmussen
Julius Rasmussen (5. júlí 1866 – 27. nóvember 1889) var danskur prentari, einkum minnst fyrir sitt mislukkaða morðtilræði gegn forsætisráðherranum Jacob Brønnum Scavenius Estrup.
Rasmussen fæddist á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. Faðir hans hét Just Rasmussen og móðir hans Karoline. Hann átti 1 systur og 4 bræður, 3 af þeim störfuðu sem prentarar á dagblöðum stjórnarandstöðunnar. Sá elsti Rasmus Christian á Vejle Amts Folkeblad og Herning Folkeblad, en hinir tveir, Christian og Peter unnu á Kolding Folkeblad. Allir voru þeir því uppteknir af stjórnmálaátökum dagsins í Danmörku milli hægri-flokksins sem fór fyrir ríkisstjórn og vinstri-flokksins í stjórnarandstöðu.
Árið 1883 fékk Julius, með hjálp frá bróðurnum Rasmus Christian, lærlingsstöðu á Vejle Amts Folkeblad og raunar fékk 4. bróðirinn, Jens Albert, vinnu þar líka síðar sama ár.
Eftir að hafa lokið lærlingstímanum var hann ráðinn á Lolland-Falsters Folketidende. Þetta blað var líkt því fyrra mjög ákveðið í mótstöðu við ríkisstjórnina sem var við völd.
Julius Rasmussen skráði sig fljótlega í flokkinn Venstre (sem þá var vinstriflokkur en ekki hægri flokkur eins og í dag) og rifflasveit á vegum flokksins sem var stofnuð sem svar við hliðstæðri sveit Estrups (blå gendarmer). Í stað þess að kaupa riffil sem mælt var með af félaginu keypti hann sér í staðinn minni belgíska rúllettu-skammbyssu, kannski vegna þess að hún var ódýrari eða vegna þess að hann taldi auðveldara að fela hana þegar hann myndi gera mögulega árás.
Fljótlega flutti hann til baka frá Falster til Kaupmannahafnar og fékk vinnu hjá bókprentaranum Cohen á Tordenskjoldsgade (1885). Hér varð hann vitni að stórum mótmælum og einskonar hátíðahöldm þegar vinstri-leiðtoginn Christen Berg kom til bæjarins. Berg hafði hlotið 6 mánaða dóm fyrir að hafa beinlínis fjarlægt lögreglustjórann í Holstebro, þegar sá reyndi að hindra ræðuhöld Berg og annara vinstrimanna þar í bæ svo sem auglýst hafði verið.
Stuttu eftir þetta ákvað Rasmussen að ráða Estrup af dögum. Þann 21. október fór Julius Rasmussen út til Toldbodvejen, þar sem Estrup átti heima. Hann beið þar eftir Estrup, sem var á leið heim af fundi í þinginu. Þegar hann mætti ráðherranum spurði hann: "Eruð þér Estrup ráðherra?". Því játti Estrup, og þareftir tók Julius Rasmussen sitt skotvopn og skaut ráðherrann. En skotið lenti á hnapp í frakka Estrups og ekki skaðað hann. Rasmussen skaut aftur en þá framhá. Eftir þetta komu 3 menn sem áttu leið hjá og tóku hann tökum og héldu aftur af honum.
Þann 23. janúar 1886 var Julius Rasmussen dæmdur í 14½ árs fangelsi fyrir verknaðinn. Hann var settur inn í Horsens Tugthus þann 31. janúar. Lífið í fangelsinu átti ekki við Rasmussen og hann hengdi sig með lakinu sínu 27. nóvember 1889.
Heimildir
breyta- Vagn Nygaard, Julius, Aschehoug, 1999. ISBN 87-11-11351-0.