Josquin Des Prez (u.þ.b. 1450 til 1455 - 27. ágúst 1521) var fransk- flæmskt tónskáld á endurreisnartímanum. Hann var frægasta evrópska tónskáldið á milli Guillaume Dufay og Palestrina og er vanalega talinn mikilvægur í tengslum við niðurlenska skólann. Vinsældir hans stöfuðu ekki aðeins af því að hann var eitt mest menntaða, hæfileikaríkasta og frumlegasta tónskáld síns tíma, en vegna þess hversu hæfileikaríkur hann var í því að sameina hinar ýmsu vinsælu tónsmíðaaðferðir síns tíma. Hann samdi aðallega trúarlega tónlist, en þó nokkuð af chansonum sem sumir eru enn sungnir reglulega í dag.

Josquin Des Prez