John Thomas Stanley
Sir John Thomas Stanley (26. nóvember 1735 – 2. október 1807) var breskur barónett af Alderley og ferðalangur.
Sir John ferðaðist um Ísland sumarið 1789, ásamt grasafræðingi, landmælingamanni og teiknara. Þeir komu hingað á skipinu John of Leit, sem var 150 lestir að stærð, búið 6 tveggja punda fallbyssum. Sir John birti tvær greinar um hveri á Íslandi þegar hann sneri aftur.