Johan Christhop Sabinsky
Johan Christoph Sabinsky (oft nefndur Jóhann Sabinsky í íslenskum heimildum) var þýskur múrarameistari sem vann að byggingu Hóladómkirkju. Framkvæmdir hófust 1757 og kirkjan átti að heita fullgerð haustið 1763.
Sabinsky eignaðist barn með íslenskri vinnukonu. Barnið lést aðeins nokkra daga gamalt og var múrað inn í vegg í anddyri kirkjunnar og má þar sjá minningartöflu Sabinskys um dóttur sína.