Star Wars Jedi Knight: Jedi Academy

Tölvuleikur
(Endurbeint frá Jk3)

Star Wars Jedi Knight: Jedi Academy er amrískur þriðju- og fyrstupersónu hasar-tölvuleikur sem gerist í Star Wars heiminum, forritaður af Raven Software og gefin út af LucasArts (BNA), Activision (Evrópu) og CyberFront (Japan). Microsoft Windows og Mac OS X útgáfur voru fyrst gefnar út í september 2003 en Xbox útgáfan kom út í nóvember sama árið.

Hægt er að spila einn í hlutverki Jaden Korr, nemanda Kyle Katarn, og klára verkefni fyrir hann og Loga Geimgengil. Einnig má spreyta sig í fjölspili, í gegnum Staðarnet (Local Area Network) eða Internetið.

Eftir að Walt Disney-Fyrirtækið ákvað að loka LucasArts í Apríl 2013 var kóðinn fyrir leikinn, sem og Jedi Outcast, gefinn út með GPL (Gnu Public Licence) leyfi, ókeypis á SourceForge vefsíðunni. Sá kóði hvarf þó stuttu seinna af vefsíðunni, vegna vanþroska Raven Software, sem sagðist hafa einkaleyfi á honum. Kóðann má samt finna á ýmsa vegu, t.d. Internet safninu.

Spilun

breyta

Ólíkt hinum leikjunum í Jedi Knight seríunni (Dark Forces, Dark Forces II, Mysteries of the Sith, og Jedi Outcast) getur leikmaður valið kyn og útlit aðalpersónunnar Jaden Korr. Auk þess velur leikmaður um það hvernig geislasverð hann vill hafa. Þannig getur hann valið um að vera með eitt eða tvö geislasverð, nú eða tvöfalt geislasverð.

Leikurinn er fyrstu eða þriðju persónu leikur. Hægt er að nota sömu vopn og í "Jedi Outcast". Þau eru:

  • Geislaskambyssa(Bryar Pistol);
  • Stuðbyssa (Stun Baton);
  • Geislalásbogi (Wookiee Bowcaster );
  • Geislariffill (E-11 Stormtrooper Rifle);
  • Geislariffill (Tenloss Disruptor Rifle);
  • Geisla hríðskotabyssa (Imperial Heavy Repeater);
  • Haglabyssa(Golan Arms FC-1);
  • Öflug haglabyssa(Desctructive Electro-magnetic Pulse 2 Gun);
  • Sprengja(Thermal Detonator);
  • Jarðsprengjur sem springa við skot(Detonation Packs);
  • Jarðsprengjur sem springa við snertingu(Laser Trip Mines).

Leikmaður getur notað máttinn frá byrjun leiksins. Í byrjun hvers borðs velur hann nýja krafta til að læra. Kraftarnir skiptast í "Dark Side (myrka hliðin)" og "Light Side (ljósa hliðin)".

Þegar langt er liðið á leikinn velur leikmaður hvort hann vill fylgja myrku eða ljósu hliðinni.

Söguþráður

breyta

Sagan í leiknum á sér stað tveimur árum eftir atburði Jedi Outcast. Leikurinn hefzt þar sem aðaðpersónan, Jaden Korr, er ásamt hinum unga Rosh Penin á leiðinni til Jedi Academy þar sem þeir verða nemendur Kyle Katarn sem var aðalpersónan í fyrri leikjum Jedi Knight seríunnar. Vegna óskýrðar árásar hrapaði geimskipið og þurfa Jaden og Rosh að rölta dágóðan spöl að akademíunni. Leiðin er þyrnum stráð, og þurfa Jaden og Rosh að kljázt við illa stormsveitarmenn og Myrka Jedi, sem og einhverja illvíga og ósiðmenntaða kerlingu sem reynir að soga orku úr akademíubygginunni með galdrastaf. Þessi kerling rotar svo Jaden, en þegar hann vaknar hitta þeir Rosh hann mikla Loga Geimgengil og Kyle Katarn, og komazt að því að eitthvað gruggugt er í gangi í akademíunni. Jaden og Rosh þurfa víst að uppræta útsendara hins skelfilega Desanns, og komast þau að því að höfuðpaurinn í ráðabrugginu er Tavion Axmis, er kom fram í Jedi Outcast og var þar aðstoðarkona hins skelfilega Desanns.

Það kemur svo í ljós að Tavíon stjórnar nýju gengi, "Lærlingar Raknos", og hafði hún sent Alora, lærling sinn, til að sníkjast inn í akademíunna og stela dagbók hins mikla Loga. Í virðulegri hetjusemi fer Jaden í verkefni á ísköldu plánetunni Hoth, og berzt þar við Alora, sem flýr svo langt í burtu. Eitt er þó undarlegt, að Rosh hafi aldrei komið aftur frá Byss verkefni sínu!

Eftir nokkur skemmtileg verkefni á ýmzum plánetum fær Jaden þær skuggalegu upplýsingar að hinn ógeðslegi og hrokafulli Rosh hefur fallið yfir á myrku hliðina, og er nú undir stjórn Tavíon með öðrum "Lærlingum Raknos". Hann stenzt ekki svona bull, og fer nú beint á eftir þessum prakkara. Hér má velja hvort Jaden drepur hann eða lætur hann lifa.