Jive Records
Jive Records (seinna stílað sem JIVE Records) var bresk-bandarísk sjálfstæð tónlistarútgáfa stofnuð af Clive Calder árið 1981 sem undirdeild Zomba Group. Fyrirtækið rak skrifstofur í New York og Chicago. Jive var best þekkt fyrir hipphopp, R&B, og dans tónlist á 9. og 10. áratugnum, og fyrir unglingapopp og strákahljómsveitir á 10. áratugnum og í upphafi 21. aldar.
Jive Records | |
---|---|
Móðurfélag | Sony Music Entertainment |
Stofnað | 1981[1] |
Stofnandi | Clive Calder |
Lagt niður | 2011 |
Staða | Óvirkt |
Dreifiaðili | Legacy Recordings (endurútgáfur) |
Stefnur | Mismunandi |
Land | Bandaríkin |
Höfuðstöðvar |
Jive var keypt af Bertelsmann Music Group árið 2002.[2] Árið 2008 var BMG síðan keypt af Sony Music Entertainment.[3] Jive Records var þá undir Sony þar til að það var leyst upp árið 2011 og sameinað RCA Records.
Tilvísanir
breyta- ↑ Malan, Rian (25. júlí 2002). „The $3 Billion Man: Clive Calder“. Rolling Stone. 901. árgangur. bls. 26, 28.
- ↑ Brandle, Lars; Christman, Ed; Spahr, Wolfgang (5. apríl 2003). „BMG 2002 Profits Up; Zomba Cuts Begin“. Billboard. bls. 7.
- ↑ Kreps, Daniel (2. október 2008). „Sony Buys Out Bertelsmann, Ending Sony BMG“. Rolling Stone.