J. M. G. Le Clézio
franskur rithöfundur og kennari
(Endurbeint frá Jean-Marie Gustave Le Clezio)
Jean-Marie Gustave Le Clézio (f. 13. apríl 1940) er franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi. Fyrsta skáldsaga hans, Le Procès-Verbal („Yfirheyrslan“) kom út árið 1963. Hann hefur ferðast mikið og kennt við háskóla víða um heim og bera sögur hans þess vitni. Nóbelverðlaunin hlaut hann meðal annars vegna þess rýmis sem umhverfismál fá í bókum hans.