Kraftaverk er óvæntur atburður, sem þakkaður er guðdómlegri hjálp. Stundum er álitið, að kraftaverkamaður, dýrlingur eða trúarleiðtogi eigi þátt í, að þessi hjálp sé veitt. Á íslensku voru kraftaverk fyrr á öldum oftast kölluð jarteinir eða jarteiknir.