Johann (eða Jean) Bernoulli (27. júlí 16671. janúar 1748) var svissneskur stærðfræðingur. Hann var bróðir Jakobs Bernoullis og faðir Daniels Bernoullis. Johann lagði ýmislegt til mála í örsmæðareikningi, meðal annars uppgötvaði hann regluna um markgildi ræðra falla, þegar bæði teljari og nefnari stefna á núll eða á óendanlegt, sem ranglega er kennd við l'Hôpital. Sagt er að Jóhann hafi verið skuldugur greifanum l'Hôpital og að hann hafi sent honum þessa reglu og sönnun hennar sem greiðslu upp í lán.