Júníus Meyvant
íslenskur tónlistarmaður
Júníus Meyvant er sviðsnafn tónlistarmannsins Unnars Gísla Sigurmundssonar.
Júníus Meyvant | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Unnar Gísli Sigurmundsson 5. september 1982 |
Uppruni | Vestmannaeyjar |
Stefnur | jaðartónlist, indie, þjóðlagapopp |
Hljóðfæri | Gítar |
Vefsíða | http://juniusmeyvant.com/ |
Júníus vann til verðlauna sem besti nýliði ársins og besta smáskífa ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2015. Einnig vann hann árið 2017 fyrir bestu popp-plötuna; Floating Harmonies. Sama ár hélt hann til Bandaríkjanna og spilaði meðal annars í New York og Seattle. Í kjölfarið samdi hann við bandaríska tónlistarútgáfu fyrir plötuna Across the Borders. [1]
Júníus er undir áhrifum tónlistarmanna eins og Sam Cooke, Charles Bradley og Rolling Stones.
Útgáfur
breyta- EP (2015)
- Floating Harmonies (2016)
- Across the Borders (2019)
Smáskífur
breyta- Color Decay (2014)
- Hailslide (2015)
- Mister Minister great (2017)
- Honey Babe, don't be late (2017)
- High Alert (2018)
- Let it Pass (2018)
- New Waves (2019)
Tilvísanir
breyta- ↑ Semur við bandaríska tónlistaútgáfu Mbl.is, skoðað 9. apríl 2019.