Júlíanna Ósk Hafberg

Júlíanna Ósk Hafberg (f. 1992) er myndlistarmaður, hönnuður og verkefnastjóri.

Júlíanna Ósk Hafberg myndlistarmaður

Júlíanna lærði Fatahönnun í Listaháskóla Íslands á árunum 2013-2016 og fór þaðan í skiptinám til Kolding Design School á textílbraut. 2016-2019 lærði hún svo í skólanum Kaospilot í Árósum, Danmörku. Á árunum 2021-2023 stundaði Júlíanna Meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands.

Júlíanna hefur haldið fjölmargar sýningar ár verkum sínum, tekið þátt í samsýningum og haldið úti eigin sýningarrými á Bankastræti 12. Hún fæst við hina ýmsu miðla og efni, með olíumálverk og textílverk í fararbroddi. Í olíumálverkum sínum fæst Júlíanna við kvenlíkamann annars vegar, og abstrakt/landslag hins vegar. Verk hennar eru oft mjúk, kvenlæg og berskjaldandi.

Samhliða myndlist sinni fæst Júlíanna við ýmis skapandi verkefni, en árið 2020 gaf hún út Skartgripalínuna Kliður í samstarfi við gullsmiðinn Ester Auðunsdóttur.