Júkagír
Júkagír er ætt tveggja náskýldra paleósíberískra mála töluð í kringum Kolyma-fljót í Austur-Rússlandi. Samkvæmt manntalinu 2002 töluðu 604 manns þessi tvö mál en talið er að fjöldi málhafa hafi verið ofmetinn enda sýna gögn frá 2009 að málhafar málanna tveggja eru í kringum 75 manns. Ættin er því talin í bráðri útrýmingarhættu.