Júdas Ískaríot

(Endurbeint frá Júdas Iskaríot)

Júdas Ískaríot (dáinn í kringum 30-33 e.Kr.) var samkvæmt Nýja testamentinu einn af tólf lærisveinum Jesú og sonur Símonar. Júdas er helst þekktur fyrir að hafa svikið Jesú.

Freska sem sýnir Júdas kyssa Jesú

Svik Júdasar

breyta

Samkvæmt Markúsarguðspjalli sveik Júdas Jesú rétt fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Þáði hann 30 silfurpeninga fyrir að svíkja Jesú. Til eru reyndar tvær útgáfur af aðdraganda svikanna. Í Mattheusarguðspjalli spyr Júdas hversu mikla peninga hann fengi fyrir að segja til Jesú. Í Lúkasarguðspjalli og Jóhannesarguðspjalli líkamnast Satan í Júdasi og Júdas tekur svikatilboðinu. Í Jóhannesarguðspjalli segir Júdas við mennina að þeir skuli handtaka þann sem hann kyssi á kinnina. Sá var Jesús.

Dauði Júdasar

breyta

Samkvæmt Mattheusarguðspjalli skilaði Júdas silfurpeningunum 30 sem hann fékk fyrir að svíkja Jesú. Eftir það fór hann og hengdi sig í tré. Í nýjatestamentinu er sagt nánar frá þessu. Þegar Júdas hafi skilað silfurpeningunum hafi hann gengið út á stóran akur þar sem stóð gamalt og stórt fíkjutré. Júdas hafði með sér reipi og koll. Kollinn hafði hann svo að hann næði upp í tréð enda var hann farinn að eldast og orðinn þungur. Júdas varð móður af því að teygja sig upp en náði með herkjum að smeygja snörunni um hálsinn á sér og hengja sig í greininni. Hann sparkaði kollinum í burtu og óskaði sér kvalafulls dauðdaga. Þegar Júdas var alveg kominn að því að deyja heyrði hann brak í trjágreininni og hún brotnaði, Júdas lenti svo harkalega að maginn á honum sprakk. Þannig rættist ósk hans um kvalafullan dauða.[1][2]

Tilvísanir

breyta
  1. http://www.visir.is/thegar-judas-gekk-ut-og-hengdi-sig/article/2015703219949
  2. Fyrirmynd greinarinnar var „Judas Iscariot“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. mars 2016.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.