Jörundur Guðmundsson - Jörundur slær í gegn

Jörundur Guðmundsson - Jörundur slær í gegn er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1977. Á henni flytur Jörundur Guðmundsson gamanmál. Allt efni á plötunni er eftir Spóa, nema þar sem annars er getið — þ.e.a.s. nr. 2 á hlið A og nr. 1 og 4 á hlið B. Ólafur Gaukur útsetti og stjórnaði undirleik i nr. 2 á hlið A og nr. 1 og 4 á hlið B. Hljóðritun tónlistar fór fram í Tóntækni h.f. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Allt annað efni var hljóðritað í Útvarpssal að viðstöddum áhorfendum. Tæknimaður: Þórir Steingrímsson. Ljósmynd á framhlið umslags: Mótíf - Jóhannes Long. Hönnun umslags: SG og Grafík. Prentun: Grafík.

Jörundur Guðmundsson - Jörundur slær í gegn
Bakhlið
SG - 106
FlytjandiJörundur Guðmundsson
Gefin út1977
StefnaGamanefni
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason og Þórir Steingrímsson

Lagalisti

breyta
  1. Nýjasta tækni og vísindi - Texti: Spói
  2. Í skugga af þér - Lag - texti: Williams — Jónas Friðrik
  3. Hjónaspil - Texti: Spói
  4. Nonni og bréfaskólinn - Texti: Spói
  5. Dagskrárkynning - Texti: Spói
  6. Þangverksmiðjan - Texti: Spói
  7. Hvaða ballett? - Texti: Spói
  8. Nú liggur vel á okkur - Lag - texti: Óðinn G. Þórarinsson — Theódór Einarsson Hljóðdæmi
  9. Hver er í símanum - Texti: Spói
  10. Nú, hann Palli - Texti: Spói
  11. Velferðarríkið - Lag - texti: Högstedt — Theódór Einarsson
  12. Undir dulnefni - Texti: Spói
  13. Skákþáttur - Texti: Spói
  14. Ég á afmæli sjálfur - Texti: Spói
  15. Nonni og dansskólinn - Texti: Spói
  16. Nú er nóg komið - Texti: Spói


Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Jörundur Guðmundsson er fyrir löngu orðinn landskunnur sem skemmtikraftur. Hann byrjaði að skemmta fyrir sex árum og hafa vinsældir hans aukist með hverju árinu. Hann hefur skemmt í sjónvarpi og sennilega er hann fyrsti íslenzki skemmtikrafturinn, sem er með sérstakan þátt í útvarpi. Hér er átt við þáttinn ,.Allt í grænum sjó", sem hófst í útvarpinu snemma á árinu 1977 og er enn á dagskrá í annarri hverri viku þegar þessi plata kemur út síðla sumars 1977.

Auk þess hefur Jörundur komið fram við öll hugsanleg tækifæri hjá öllum hugsanlegum félögum um land allt að ógleymdum ferðum hans um landið í nokkur sumur með hljómsveit Ólafs Gauks, þar sem hann hefur verið aðalburðarásinn í skemmtiskrá hópsins — hefur bókstaflega brugðið sér í allra kvikinda líki. Þessi mikla reynsla Jörundar kemur að góðum notum á þessari plötu. Það er ekki aðeins, að hann hermi eftir landskunnum listamönnum og stjórnmálamönnum, heldur býr hann til nýja persónu með enn nýrri rödd þar sem „Nonni" er og í kaupbæti syngur hann með rödd kunnra samborgara og hefur skemmtikraftur, sem hermir eftir, líklega ekki gert það fyrr hér á landi.

SG-hljómplötur hafa gefið út nokkrar hljómplötur sem flokka má undir gaman- eða skemmtiefni og leyfir undirritaður sér að fullyrða að þessi plata Jörundar er þeirra allra bezt. Efnið er svo til allt eftir ,,Spóa", sem samið hefur skemmtiefni fyrir Jörund og fjölda marga aðra íslenzka skemmtikrafta í mörg undanfarin ár — væntanlega svíkur efnið ekki frekar en Jörundur.