Jörundur Garðar Hilmarsson

Jörundur Garðar Hilmarsson (15. mars 194613. ágúst 1992) var málfræðingur með samanburðarmálfræði indóevrópskra mála sem sérgrein. Hann var stórvirkur fræðimaður og fékk fjölda greina birtar í ritum helguðum málvísindum. Jörundur varði doktorsritgerð sína við háskólann í Leiden 4. september 1986, og bar hún titilinn: Studies in Tocharian Phonology, Morphology and Etymology with special emphasis on the o-vocalism

Eitt helsta áhugamál Jörundar var indó-evrópska tungumálið tokkaríska. Tók hann sér það verk fyrir hendur að rita ítarlega orðsifjabók fyrir tungumálið, verk sem hann vann að af mikilli elju. Ótímabær dauði Jörundar varnaði honum þess að ljúka verkinu, en bróðurpartur þess var gefinn út 1996 í tímaritinu Tocharian and indo-european Studies Vol 5. undir heitinu: Materials for a Tocharian Historical and Etymological Dictionary

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.