Jökulmenjar
Jökulmenjar eru landform og ummerki sem sýna að jökull hefur áður hulið svæðið og bráðnað. Jökulmenjar geta verið ummerki í landslagi eins og jökulkembur sem eru langir hryggir sem sýna ávallt síðustu skriðstefnu jökulsins. Jökulminjar geta einnig verið jarðvegur eins og lónset eða flóðset.