Jón Thoroddsen yngri

Jón Thoroddsen (f. 18. febrúar 1898, d. 1. janúar 1925) var skáld og lögfræðingur.

Ævi og störf breyta

Jón fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Skúli Thoroddsen sýslumaður, bæjarstjóri, ritstjóri og alþingismaður, og kona hans Theodóra Thoroddsen húsfreyja og skáldkona.

Hann ólst upp á miklu menningarheimili á Ísafirði, Bessastöðum á Álftanesi og í Vonarstræti 12 í Reykjavík. Hann var einn þrettán systkina; systkini hans eru: Unnur húsfreyja, Guðmundur er prófessor og yfirlæknir, Þorvaldur lést í frumbernsku, Skúli yfirdómslögmaður og alþingismaður, Þorvaldur fór til Vesturheims, Kristín Ólína yfirhjúkrunarkona og skólastýra, Katrín læknir, alþingismaður og bæjarfulltrúi, Ragnhildur húsfreyja, Bolli borgarverkfræðingur, Sigurður verkfræðingur og alþingismaður, Sverrir bankafulltrúi og María Kristín húsfreyja.

Jón varð stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík 1918. Hann lauk prófi í lögum frá Háskóla Íslands 1924.

Jón var einn mesti efnismaður sinnar kynslóðar, mikils var vænst af honum á sviði skáldskaparlistar og stjórnmála, hugsjónamaður af hjarta og atkvæðamikill í félagslífi. Bauð sig fram fyrir Sósíalistaflokkinn í N.-Ísafjarðarsýslu 1923, en tapaði naumlega.

Eftir Jón liggja Flugur, útg. í Rvk. 1922, 1986, 2002, 2020 (útg. 2020 er þýðing á ensku ásamt þulum móður hans). Flugur er fyrsta prósaljóðabók íslensks höfundar; María Magdalena, Rvk. 1922. Þá birti hann ljóð í Eimreiðinni, Iðunni og Skírni.  

Jón lést af slysförum 26 ára gamall, varð fyrir sporvagni á jóladag 1924, þá nýkominn til Kaupmannahafnar; lést réttri viku síðar, á nýársdag 1925.  

„Afbragð ungra manna um gáfur, mannkosti og glæsileik.“ (Alþ., 3. jan. 1995).

Tómas Guðmundsson orti erfiljóð eftir Jón: Jón Thoroddsen, cand jur., In Memoriam. Þykir eitt fegursta erfiljóð ort á íslenska tungu. Einar Scheving og Sigurður Guðmundsspn flytja ljóðið á youtube.