Bolli Thoroddsen (f. 26. apríl 1901,  d. 31. maí 1974) var borgarverkfræðingur.

Ævi og störf

breyta

Bolli fæddist á Bessastöðum á Álftanesi. Foreldrar hennar voru Skúli Thoroddsen sýslumaður, bæjarstjóri, ritstjóri og alþingismaður, og kona hans Theodóra Thoroddsen húsfreyja og skáldkona.

Boli ólst upp á miklu menningarheimili á Bessastöðum og í Vonarstræti 12 í Reykjavík. Hann var ein þrettán systkina; systkini hans eru: Unnur húsfreyja, Guðmundur, prófessor og yfirlæknir, Þorvaldur lést í frumbernsku, Skúli, yfirdómslögmaður og alþingismaður, Þorvaldur fór til Vesturheims, Kristín Ólína yfirhjúkrunarkona og skólastýra, Katrín læknir, alþingismaður og bæjarfulltrúi, Jón lögfræðingur og skáld, sem lést ungur, Ragnhildur húsfreyja, Sigurður verkfræðingur og alþingismaður, Sverrir bankafulltrúi og María Kristín húsfreyja.

Bolli varð stúdent frá Menntaskólanum Í Reykjavík 1919 og lauk prófi í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskule 1926.

Hann varð verkfræðingur hjá Bæjarverkfræðingnum í Reykjavík 1926-1943. Bæjarverkfræðingur í Reykjavík 1944-196, síðar ráðgefandi verkfræðingur í Reykjavík 1961-1974. Kennari við við Menntaskólann Í Reykjavík 1939-1940, við Kvennaskólann í Reykjavík 1938-1941, og við verkfræðideild Háskóla Íslands 1940-1947.

Bolli var prófdómari við stúdentspróf hjá Menntaskólanum í Reykjavík í tugi ára, einnig við Verzlunarskóla Íslands frá upphafi lærdómsdeildar, og við verkfræðideild Háskóla Íslands.  Hann sat í fjölmörgum nefndum á vegum Reykjavíkurborgar, og sat í stjórn Verkfræðingafélags Íslands 1940-1942. Bolli var gæddur mikilli stærðfræðigáfu og starfaði um langt skeið við stærðfræðilega útreikninga á vaxtakjörum ýmissa lána.

Bolli var tvíkvæntur, fyrri kona var Ingibjörg Tómasdóttir (1905-1962), og áttu þau börnin: Grímu, Bolla og Þorvald; með seinni konu sinni, Unu Kristjánsdóttur Thoroddsen (1909-1988) átti hann Skúla Thoroddsen.