Jón Þorsteinsson (lögmaður)
Jón Þorsteinsson var íslenskur lögmaður á 14. öld. Hann var lögmaður sunnan og austan 1346-1351. Um hann er nánast ekkert vitað en Jón Sigurðsson getur þess til í Lögsögumannatali og lögmanna að hann kunni að hafa verið bróðir Gríms Þorsteinssonar, riddara, lögmanns og hirðstjóra í Stafholti og þá sonur Þorsteinn Hafurbjarnarsonar lögmanns, en það er þó einungis tilgáta.
Heimildir
breyta- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
Fyrirrennari: Þórður Egilsson |
|
Eftirmaður: Þórður Egilsson |