Jólasveinar ganga um gólf
Jólasveinar ganga um gólf er íslenskt jólalag. Lagið er eftir Friðrik Bjarnason (f. 1880 - d. 1961) tónlistarkennara í Hafnarfirði en til eru nokkrar útgáfur af vísunni.[1] Ekki er víst um uppruna vísunnar og ljóst að upprunaleg útgáfa hennar er týnd en elsta ritaða heimildin er frá 1864 og birtist þá í þjóðsögum Jóns Árnasonar[2].
Útgáfa eitt | Útgáfa tvö | Útgáfa þrjú |
---|---|---|
Jólasveinar ganga um gólf | Jólasveinar ganga um gólf | Jólasveinar ganga um gátt |
með gylltan staf í hendi, | með gildan staf í hendi. | með gildan staf í hendi. |
móðir þeirra sópar gólf | móðir þeirra sópar gólf | Móðir þeirra hrín við hátt |
og flengir þá með vendi. | og flengir þá með vendi. | og hýðir þá með vendi. |
Upp á stól | Upp á hól | Upp á hól |
stendur mín kanna | stend ég og kanna | stend ég og kanna |
níu nóttum fyrir jól | níu nóttum fyrir jól | níu nóttum fyrir jól |
fer ég til manna. | þá kem ég til manna. | þá kem ég til manna. |
Tenglar
breyta
Heimildir
breyta- ↑ „Kannan á stólnum“. www.mbl.is. Sótt 23. júní 2022.
- ↑ „Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?“. Vísindavefurinn. Sótt 7. mars 2024.