Hematít
(Endurbeint frá Járnglans)
Lýsing
breytaStórkristallað, stálgrátt eða svartleitt. Smákristallað, rautt eða rauðbrúnt. Segulmagnast við upphitun, rauðu millilögin sem sjá má á milli hraunlaga eru ríkulega segulmögnuð.
- Efnasamsetning: Fe2O3
- Kristalgerð: trígónal
- Harka: 5-6
- Eðlisþyngd: 5,3
- Kleyfni: engin
Útbreiðsla
breytaMyndast þegar magnetíti í storkubergi oxast eða sem útfelling við hveri og þar sem gosgufur renna um. Helsta málmgrýti sem járn er unnið úr erlendis.
Afbrigði: Rauðjárnsteinn, nafn á smákornótta hematítafbrigðinu, einkennir rauðu millilögin.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2