Hematít

(Endurbeint frá Járnglans)

Hematít (járnglans) er járnoxíð og inniheldur ekki vatn.

Hematít

Lýsing

breyta

Stórkristallað, stálgrátt eða svartleitt. Smákristallað, rautt eða rauðbrúnt. Segulmagnast við upphitun, rauðu millilögin sem sjá má á milli hraunlaga eru ríkulega segulmögnuð.

  • Efnasamsetning: Fe2O3
  • Kristalgerð: trígónal
  • Harka: 5-6
  • Eðlisþyngd: 5,3
  • Kleyfni: engin

Útbreiðsla

breyta

Myndast þegar magnetíti í storkubergi oxast eða sem útfelling við hveri og þar sem gosgufur renna um. Helsta málmgrýti sem járn er unnið úr erlendis.

Afbrigði: Rauðjárnsteinn, nafn á smákornótta hematítafbrigðinu, einkennir rauðu millilögin.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2