Isabel Angélica Allende Llona (f. 2. ágúst 1942) er chileskur rithöfundur sem sló í gegn á heimsvísu með skáldsögunni Hús andanna frá 1982. Hún er oft kennd við töfraraunsæið en tilheyrir samt kynslóð suðuramerískra rithöfunda sem kom fram eftir uppgangskynslóðina. Bækur hennar byggjast á hennar eigin reynslu, eru skrifaðar út frá sjónarhorni kvenna og flétta saman goðsögum og raunsæi. Aðrar bækur hennar sem komið hafa út á íslensku eru meðal annars Ást og skuggar frá 1985, Eva Luna frá 1987, Eva Luna segir frá frá 1989, Á slóð skepnunnar frá 2002 og Ríki gullna drekans frá 2004.

Isabel Allende árið 2015.

Allende hefur verið nefnd mest lesni höfundur á spænska tungu.[1] Árið 2004 var hún tekin inn í Bandarísku listaakademíuna[2] og árið 2010 fékk hún bókmenntaverðlaun Chile.[3] Hún hefur búið í Kaliforníu frá 1989 og fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 1993.

Tilvísanir

breyta
  1. „Latin American Herald Tribune - Isabel Allende Named to Council of Cervantes Institute“. Latin American Herald Tribune. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. apríl 2011. Sótt 11. nóvember 2017. „MADRIDSpain's Cabinet announced Friday the appointment of Isabel Allende, the world's most widely read Spanish-language author, to the Council of the Cervantes Institute, whose mission is promoting the language, literature and culture of the Iberian nation.“
  2. „American Academy of Arts and Letters – Current Members“. Artsandletters.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júní 2016. Sótt 21. desember 2012.
  3. „Isabel Allende gana el Premio Nacional de Literatura tras intenso lobby | Cultura“. La Tercera. 1. janúar 1990. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júlí 2013. Sótt 21. desember 2012.
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.