Internet Relay Chat

(Endurbeint frá Irkari)
Helstu IRC net
EFnet
DALnet
IRCNet
QuakeNet
Undernet
Enter The Game
freenode
GameSurge

Internet Relay Chat (IRC, íslenskað með viðskeyttum greini sem Irkið[1][2] eða irkið[3][4][5]) er kerfi sem notað er til samskipta á rauntíma í gegnum veraldarvefinn. Nafnið getur einnig átt við um þann netsamskiptastaðal sem notaður er. Hver notandi þarf forrit eða biðlara sem sér um samskipti við netþjón sem aftur sér um að skilaboð komast á réttan stað (stundum sér netþjóninn um meira, til dæmis geymir skilaboð ef þú ert ekki tengdur þegar einhver þarf að tala við þig). Stærstu samskiptanetin ernetu oftast samsett úr mörgum netþjónum og menn tengjast þá gjarnan þeim sem er manni næstur.Nokkur IRC-þjónanet eru til en á meðal þeirra má nefna DALnet, EFnet, IRCnet og Undernet en allir þeir sem vilja geta stofnað sinn eiginn IRC-þjón með frjálsum og ókeypis hugbúnaði. Notkun á irkinu nefnist að irka[4] og notendur nefnast irkarar.[4]

Þegar persóna tengist inn á IRC-þjón er hægt að láta IRC-þjóninn fá m.a. fullt nafn, tölvupóstfang og gælunafn en samskipti við aðrar persónur fara í gegnum gælunöfnin. Notendur eiga líka möguleika á því að hafa samskipti við aðra notendur í gegnum rásir en allar þeirra hafa ákveðið forskeyti eftir eðli þeirra. Skráaskipti eru einnig möguleg án milligöngu netþjónanna. Sérstakir stjórnendur eða oppar[5] (dregið af enska orðinu op eða operator) fylgjast með spjallrásunum og en þeir geta til dæmis bannað notendur og hent þeim út.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  1. Irkið uppsett
  2. Fólk á öllum aldri á Irkinu
  3. Öryggi og heiðarleiki á Netinu
  4. 4,0 4,1 4,2 Íslendingasagnastíll unglinganna
  5. 5,0 5,1 Irkið