International Harvester

International Harvester var bandarískt fyrirtæki sem framleiddi verkfæri fyrir jarðvinnslu og skógarvinnu auk þess sem það framleiddi bíla. Á Íslandi ganga dráttarvélar frá fyrirtækinu undir nafninu Nalli.

International Harvester W4 (1947 árgerð), voru kallaðir W4 á Íslandi

Internation var stofnað árið 1902 þegar McCormick Harvesting Company sameinaðist fjórum öðrum fyrirtækjum. Stórfyrirtæki þetta hafði 25 þúsund starfsmenn á könnu sinni. Stofnandi McCromick Harvesting Company var Cyrus Hall, sem fann upp sjálfvirku sláttuvélina.

Alla tíð var aðalframleiðsla fyrirtæksins fólgin í jarðvinnslutækjum og traktorum en þó framleiddi það einnig skólabíla og fjórhjóladrifna bíla. Dæmi um vinsælan bíl frá IH var til dæmis Scout.

Case Corporation (nú CNH) keypti stóran hlut í International Harvester árið 1985. Fyrirtæki þetta framleiðir ennþá dráttarvélar og vinnutæki undir heitinu Case IH. Vörubíladeild IH varð að Navistar Internation Corporation þar sem Case fékk einkanot á IH-merkinu.