Illýríska
Illíríska er lítið þekkt útdautt indóevrópskt mál sem talað var í Illýría vestur á Balkanskaga að fornu.
Illíríska | ||
---|---|---|
Heimshluti | Balkanskagi | |
Ætt | Indóevrópskt Illíríska | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-3 | xil
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Litlar sem engar heimildir eru til um illírísku en hægt hafa verið að álykta einhverjar hljóðbreytingar frá frumindóevrópsku með því sem vitað er um málið. Engar illírískar bókmenntir hafa varðveist nema messapískar áletranir en deilt er um hvort þær teljist illírískar. Ekki er vitað hverjum öðrum indóevrópskum málum illíríska er skyld og þess vegna hefur hún verið flokkuð í sína eigin grein.