Trója
Trója eða Ilíon (gríska: Τροία Troia, Ίλιον Ilion; latína: Troia, Ilium) er sögufræg borg í Asíu og miðpunktur sögunnar um Trójustríðið sem kemur fyrir í ýmsum grískum söguljóðum frá fornöld, en langþekktust þeirra eru Hómerskviður: Ilíonskviða og Ódysseifskviða. Venjan er að telja borgina hafa staðið nærri strönd Eyjahafsins í Anatólíu í norðvesturhluta Tyrklands suðvestan við Dardanellasund undir Idafjalli þar sem síðar reis borgin Ilíum á tímum Ágústusar keisara.
Á 8. áratug 19. aldar gróf þýski fornleifafræðingurinn Heinrich Schliemann svæðið upp og fann þar mörg byggingarstig borgar. Eitt af þessum byggingarstigum, Tróju VII, taldi hann vera leifar hinnar fornu Tróju sem kemur fyrir í Hómerskviðum en sú ályktun er enn umdeild.
Fornleifar Tróju
breytaFornleifauppgröftur Tróju skiftist í fleiri lög, tölusettir frá Trója 1 – Trója 9, sumar með undirdeildir: |
- Trója 1: 3000–2600 f.Kr.
- Trója 2: 2600–2250 f.Kr.
- Trója 3: 2250–2100 f.Kr.
- Trója 4: 2100–1950 f.Kr.
- Trója 5: 20.–18. árhundrað f.Kr.
- Trója 6: 17.–15. árhundrað f.Kr.
- Trója 6h: Síðbronsöld, 14. árhundrað f.Kr.
- Trója 7a: ca. 1300–1190 f.Kr., líklegasti kandídat til Tróju Hómers.
- Trója 7b1: 12. árhundrað f.Kr.
- Trója 7b2: 11. árhundrað f.Kr.
- Trója 7b3: til ca. 950 f.Kr.
- Trója 8: um 700 f.Kr.
- Trója 9: 1. árhundrað f.Kr.
Tenglar
breyta- „Hvað var Trója?“. Vísindavefurinn.
- „Hverjir voru forfeður Trójumanna?“. Vísindavefurinn.
- „Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?“. Vísindavefurinn.