Alþjóðakóði um vernd skipa og hafnaraðstöðu
(Endurbeint frá ISPS-kóðinn)
Alþjóðakóði um vernd skipa og hafnaraðstöðu (enska: International Ship and Port Facility Security Code, skammstafað ISPS) er reglugerð um öryggisráðstafanir í höfnum og skipum sem var tekin upp í Alþjóðasamning um öryggi mannslífa á hafinu árið 2004 og heyrir undir Alþjóðasiglingamálastofnunina. Kóðinn setur fram lágmarkskröfur um öryggisráðstafanir skipa, hafna og stofnana sem tengjast sjóflutningum. Hann var tekinn upp sem viðbragð við hryðjuverkunum 11. september 2001 og árás sjálfsmorðssprengjumanna á olíuflutningaskipið Limburg árið eftir.