IBM System/3X var miðtölvulína frá IBM sem var framleidd frá 1975 þar til AS/400-vélar tóku við árið 1988. Línan tók við af gataspjaldavélinni IBM System/3 og var markaðssett sem bókhaldsvélar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessar tölvur litu út eins og tæknivætt skrifborð og tóku svipað rými. Þær voru búnar skjá, hörðum diski og notuðu átta tommu disklinga sem ytri gagnageymslu í stað gataspjalda og segulbanda. Tölvurnar notuðu forritunarmálið IBM RPG (Report Program Generator) sem var upphaflega þróað fyrir System/3. Á System/32 vélinni var stýrikerfið kallað System Control Program en á System/34 og System/36-vélunum var System Support Program notað. Með System/38 kom Control Program Facility eða CPF sem var mun öflugra en SSP.

Stjórntæki á IBM System/38.

System/3X tölvur

breyta