Hverfisgata 29
Hverfisgata 29 er hús við Hverfisgötu í Reykjavík sem reist var árið 1913. Kaupmennirnir og bræðurnir Sturla og Friðrik Jónssynir (sem kunnir voru undir nafninu Sturlubræður) höfðu reist veglegt timburhús á lóðinni árið 1903 og bjuggu þar ásamt móður sinni. Það hús brann á árinu 1912. Árið eftir reistu þeir steinhús það sem enn stendur.
Árið 1919 seldu Sturlubræður dönsku stjórninni húsið og hefur sendiráð Danmerkur verið þar síðan.
Heimild
breyta- Páll Líndal (1987). Reykjavík: Sögustaður við Sund H-P. Örn og Örlygur.