Hverafugl
Hverafugl er þjóðsagnavera sem sagt er að hafi haldið sig í hverum og átti að geta synt á sjóðandi vatni. Frá honum segir í íslenskum þjóðsögum.
Í tímaritinu Náttúrufræðingnum 1944 segir: Keldusvínið hefir jafnan verið álitinn afar dularfullur og einkennilegur fugl og efalaust hafa flestar sagnir um hverafugla átt eitthvað skylt við það.