Hvammur (Norðurárdal)

(Endurbeint frá Hvammur í Norðurárdal)

Hvammur í Norðurárdal er bóndabýli og kirkjustaður í Mýrasýslu. Þar var einnig prestssetur til 1911, en nú er kirkjunni þjónað frá Stafholti.

Hvammskirkja.

Í Hvammi var í kaþólskum sið kirkja helguð Maríu guðsmóður, en núverandi kirkja er lítil timburkirkja, forkirkjulaus, byggð árið 1880. Altaristafla kirkjunnar er eftir Þórarinn B. Þorláksson listmálara og kaleikur og patína eftir Eggert Guðmundsson í Sólheimatungu. Þar er einnig skírnarfontur smíðaður af Ríkarði Jónssyni, myndhöggvara.

Árið 1808 féll mikið snjóflóð á bæinn í Hvammi er braut hann niður og varð syni þáverandi prests, Þórðar Þorsteinssonar (1754-1819), að bana. Eftir það var bærinn færður þangað sem hann er nú.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.