Hvítfeld (skáldsaga)

(Endurbeint frá Hvítfeld - fjölskyldusaga)

Hvítfeld - fjölskyldusaga er skáldsaga eftir Kristínu Eiríksdóttur. Sagan kom út árið 2012 og er fyrsta skáldsaga höfundar. Aðalpersóna sögunnar er Jenna Hvítfeld sem býr í Texas þegar sagan hefst og berast fréttir af afrekum hennar í fjölmiðlum til Íslands. Sagan hefst þegar systir Jennu deyr heima á Íslandi og Jenna fer til Íslands ásamt dóttur sinni horfist í augu við sjálfa sig og saga fjölskyldu hennar er dregin fram. Jenna hafði sem unglingur verið afreksmaður í íþróttum og skóla. Flett er ofan af Jennu og fjölskyldu hennar, sagan fer fram og aftur í tíma og sama augnablikið stundum skoðað út frá mismunandi sjónarmiðum í margradda sögu. Sagan er um lygar, uppspuna og blekkingu, afneitun og sýndarveruleika og lesandinn er leiddur inn í gægjusýningu sem hann sjálfur er þátttakandi í. Sagan notar grótesku og grimmd til að gagnrýna og sýna samfélag. Flestar kvenpersónur sögunnar eru bettar kynferðislegu ofbeldi. Sagan einkennist af ókunnugleika, af viðsnúning hins kunnuglega að einhverju ókunnuglegu og óhugnanlegu en sagan er þó ekki hryllingssaga.

Í sögunni verður Ísland fortíðarland þar sem óþægilegar minningar varðveitast. Sagan er um fjölskyldu og fortíð og mynstur óheiðarleika. Sögupersónan Jenna er lygasjúk. Systir Jennu er þjófur. Heiti sögunnar Hvítfeld er sótt í lygasögu af forföður, af viðureign hans við ísbjörn.

Heimildir

breyta