Huntingtonssjúkdómur

Huntingtonssjúkdómur (HD) er erfðasjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smán saman.  Fyrstu einkenni eru oft persónuleikabreytingar og  skert andleg hæfni. Sjúkdómurinn hefur áhrif á hreyfigetu og  koma fram óeðlilegar og óvenjulegar hreyfingar, grettur og hægar stjórnlausar hreyfingar, skyndilegir og stundum öfgafullir kippir í útlimum, andliti og fleiri líkamshlutum og óöruggt göngulag. Smám saman minnkar talgeta og færni til að samhæfa hreyfingar. Einkenna verður yfirleitt vart á milli 30 og 50 ára en geta byrjað á öllum aldri. Um 8% tilfella greinast fyrir  20 ára aldur  og eru þá með einkennum sem svipa til parkinsonsveiki.[1] Norskur héraðslæknir í Setesdalen, Johan Christian Lund að nafni, lýsti sjúkdóminum fyrst árið 1860 en honum var lýst kerfisbundið síðar af George Huntington. Sjúkdómurinn gekk í Noregi undir nafninu ”Setesdalsrykkja” eða ”rykkja” og er líklegt að sjúkdómurinn hafi stafað af einangrun og innrækt. Um 250 manns eru greindir með sjúkdóminn í Noregi.


Heimildir

breyta
  • „Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?“. Vísindavefurinn.
  • Fant info om livsfarlig sykdom

Tilvísanir

breyta
  1. Neurologic Clinics. {{cite journal}}: |title= vantar (hjálp)
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.