Hreppstjórainstrúxið

Hreppstjórainstrúxið var erindisbréf eða reglugerð handa hreppstjórum sem Magnús Stephensen samdi og gaf út á Leirárgörðum 24. nóvember 1809 samkvæmt konungsúrskurði 21. júlí 1808.[1] Með hreppstjórainstrúxinu var forn sjálfstjórn hreppa á Íslandi að fullu afnumin og hreppstjórar orðnir ríkisstarfsmenn skipaðir af amtmönnum samkvæmt tilnefningu sýslumanna.[2] Sjálfstjórn hreppa komst aftur á með tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi 4. maí 1872.

Titill instrúxins í frumútgáfu þess var: „Instrúx fyrir hreppstjórnarmenn á íslandi. Eptir konúnglegri allranáðugustu skipun þann 21. Julii 1808 samið, og hlutaðeigendum til eptirbreytni útgefið þann 24. Novembr. 1809 af íslands amta-yfirvöldum. Prentað á opinberan kostnað að Leirárgörðum 1810.“

Tilvísanir

breyta
  1. Einar Laxness (1998). "hreppstjórainstrúx" Íslandssaga I. bindi A-H. Vaka-Helgafell.
  2. Einar Laxness (1998). "hreppur" Íslandssaga I. bindi A-H. Vaka-Helgafell.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.