Hreinn Benediktsson
Hreinn Benediktsson (10. október 1928 – 7. janúar 2005) var íslenskur málfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
Ævi og störf
breytaHreinn var fæddur að Stöð í Stöðvarfirði í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Benedikt Guttormsson, kaupfélagsstjóri þar, og k.h. Fríða Hallgrímsdóttir Austmann. Hann ólst upp á Eskifirði og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Hreinn stundaði nám við Háskólana í Osló og París 1947-54 og lauk Magistersprófi í samanburðarmálfræði með latínu og hljóðfræði sem aukagreinar í Osló 1954. Hann stundaði framhaldsnám við háskólana í Freiburg, Kiel og Harvardháskóla og varði þar doktorsritgerð vorið 1958. Hún fjallaði um sérhljóðakerfi íslenskrar tungu að fornu og þróun þess fram á 14. öld.
Hann var kennari við M.A. 1946 og sendikennari við háskólana í Björgvin og Osló veturinn 1954-55. Hann var skipaður prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands 18. október 1958, og gegndi þeirri stöðu allt til ársins 1998 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Hreinn var gistiprófessor við Háskólann í Kiel sumarið 1968 og við Texasháskóla í Austin vormisserið 1973. Hann flutti fjölda fyrirlestra við erlenda háskóla s.s. í Bergen, Osló, Kaupmannahöfn, Lundi, Stokkhólmi, Umeå, Helsinki, Kiel, Edingborg og Oxford.
Hreinn gekkst fyrir fyrstu alþjóðaráðstefnunni um norræn og almenn málvísindi í Háskóla Íslands sumarið 1969. Hann var einn af stofnendum Norræna málfræðingafélagsins (Nordic Association of Linguists) 1976 og varaforseti þess til 1981.
Hreinn var aðalhvatamaður að stofnun Rannsóknastofnunar í norrænum málvísindum (forveri Málvísindastofnunar Háskólans) og forstöðumaður hennar 1972-74.
Hreinn var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslands 1963 og ritari þess 1966-69. Hann var forseti heimspekideildar H.Í. 1963-65, sat í stjórnarnefnd Handritastofnunar Íslands 1962-70, í stjórn Orðabókar háskólans 1966-83 og hugvísindadeildar Vísindasjóðs 1966-70 og 1982-86.
Ritaskrá
breyta- The vowel system of Old Icelandic. Its structure and development (doktorsritgerð) (1958)
- Nokkur dæmi um áhrifsbreytingar í íslensku, Íslenzk tunga - Lingua Islandica, Reykjavík, 1959
- Fyrsta málfræðiritgerðin í Snorra Eddu (A.M. 242, fol.), Reykjavík (1960) (útgefandi)
- Islandsk språk, í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 7 (1962)
- The Life of St. Gregory and his Dialogues, Fragments of an Icelandic Manuscript from the 13th century, Editiones Arnamagæanæ, Series B, Vol. 4, Kaupmannahöfn (1963)
- Some Aspects of Nordic Umlaut and Breaking, Language 39 (1963)
- Old Norse Short e: One Phoneme or Two?, Arkiv för nordisk filologi 79 (1964)
- Early Icelandic Script as Illustrated in Vernacular Texts from the Twelfth and Thirteenth Centuries, Íslenzk handrit – Icelandic Manuscripts, Series in Folio, Vol. 2, Reykjavík (1965)
- Indirect Changes of Phonological Structure: Nordic Vowel Quantity, Acta linguistica Hafniensia 11 (1968)
- On the Inflection of the n-stems in Indo-European, Norsk tidsskr. for sprogvidenskap 22 (1968)
- Aspects of Historical Phonology, The Nordic Languages and Modern Linguistics, Proceedings of the International Conference of Nordic and General Linguistics, University of Iceland, Rvík, July 6-11, 1969, Reykjavík (1970)
- The First Grammatical Treatise. Introduction. Text. Notes. Translation. Vocabulary. Facsimiles, University of Iceland Publications in Linguistics 1, Reykjavík (1972)
- The Common Nordic Vowel System, Scandinavian Studies 46 (1974)
- Ísl. vera að + nafnh.: Aldur og uppruni, Nordiska studier i filologi och lingvistik, Festskrift tillägnad Gösta Holm på 60-årsdagen den 8 juli 1976, Lund (1976)
- An Extinct Icelandic Dialect Feature: y vs. I, Dialectology and Sociolinguistics, Essays in honor of Karl-Hampus Dahlstedt, 19 Apr. 1977, Umeå (1977)
- Relational Sound Change: ‘vá’ > ‘vo’ in Icelandic, Linguistics Method, Eassays in Honor of Herbert Penzl, The Hague (1979)
- Nordic Umlaut and Breaking: Thirty Years of Research (1951-1980), Nordic Journal of Linguistics 5 (1982)
- The Germanic Subjunctive: A Morphological Review, North-Western European Language Evolution-NOWELE 1 (1983)
- Linguistic Studies, Historical and Comparative (Ritgerðasafn), Reykjavík (2002)