Hraundalsrétt
Hraundalsréttir eru fjárréttir í mynni Hraundals á Mýrum, skammt frá eyðibýlinu Syðri-Hraundal. Réttin er margbreytileg bygging og liggja dilkarnir í ranghölum inn á hraunið. Hraundalsréttir voru á árum áður með fjölmennustu og þekktustu réttum landsins.
Sögur og sagnir
breytaÍ ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar lýsir Eggert Hraundalsréttum ítarlega sem nokkurs konar markaði, þar sem komi saman bændur og sjómenn til að skiptast á sjávarafurðum og landbúnaðarvörum. Segir þar enn fremur að réttardagar séu þrír eða fjórir og sé þar stundum drykkjuskapur með tilheyrandi illdeilum og áflogum.
Heimildir
breyta- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.