Hraun (matur)

Hraun er gamall íslenskur matréttur sem gerður var úr beinum af stórgripum, einkum úr ganglimum og höfuðbeinum. Kjötið var grófskorið af beinunum og þau síðan léttsöltuð, reykt eða jafnvel kæst. Eftir það voru hraunin soðin og kjötið etið af þeim. Afrennsli af kæstum hraunum, hraunaflot, þótti ágætt viðbit. Kæst hraun voru algengust á Suður- og Suðausturlandi, einkum í Skaftafellssýslum.

HeimildirBreyta

Hallgerður Gísladóttir. Íslensk matarhefð. Mál og menning, Reykjavík, 1999.