Hrísgrjónagrautur
Grjónagrautur er grautur gerður úr soðnum hrísgrjónum sem oft er borinn fram með kanilsykri og rjóma eða mjólk. Grautur af þessu tagi hefur stundum kallaður jólagrautur hvort sem hann er á borðum jólum eða aðra daga.
Grjónagrautur varð ekki algengur á Íslandi fyrr en upp úr aldamótin 1900, en áður hafði verið gerður jólagrautur úr bygggrjónum, mjólk og rúsínum.[1] Sums staðar á Íslandi var grauturinn hafður fyrir matinn á aðfangadagskvöld þegar líða tók á 20.öld, en slíkt mun hafa verið algengast í Danmörku. Í Skandinavíu sem og á Íslandi er afbrigði af grjónagraut hefbundinn á jólunum og er venjulega eftirréttur á aðfangadagskvöld. Þá er grauturinn kaldur en með heitri berjasósu (Riz à l'amande).