Hrægammur

„Gammur“ vísar hingað. Fyrir olíuleitarsvæðið fyrir norðan Ísland, sjá Gammur (svæði).

Hrægammar eru ránfuglar og hræætur, með fremur langan háls og meinlegan svip. Aðalfæða þeirra eru hræ dauðra dýra.

Hrægammur á trjágrein

Hrægammar greinast í tvær megingreinar: hrægamma nýja heimsins og hrægamma gamla heimsins. Þessar tvær greinar sem svipar saman í útliti og atferli eru þó ekki náskyldar. Gammar gamla heimsins eru af haukaætt (Accipitridae), en í henni eru einnig ernir, gleður, vákar og haukar, en meðal gamma nýja heimsins eru t.d. kondórar og ætt þeirra kallast hrævaætt (Cathartidae). Tvær tegundir hrægamma gamla heimsins eru svo í sérstakri undirætt, sem ekki er skyldari öðrum gömmum en ránfuglum sem ekki teljast hrægammar og má því tala um þrjár greinar.

Hrægamma er að finna í öllum heimsálfum utan Suðurheimskautslandsins og Ástralíu. Alls eru til 23 tegundir af hrægömmum, 16 í gamla heiminum en 7 í þeim nýja.

Hrægammar finnast almennt séð ekki á Íslandi nema sem sárasjaldgæfir flækingar. Þannig er hrægammur skráður hafa sést á Gróttu 2010 og þótti fréttaefni og hafði þá ekki sést einn slíkur á landinu í meira en öld.[1]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. https://www.ruv.is/frettir/innlent/hraegammur-fannst-vid-grottu