Hollustufæði
(Endurbeint frá Hollusta)
Hollustufæði eða heilsukostur er matur sem miðar að því að viðhalda góðri heilsu. Venjulega felur þetta í sér að sá sem neytir þess fái hæfilegan skammt næringarefna ef hann borðar mat úr öllum helstu fæðuflokkum og í réttum hlutföllum, þar með talið nægilegt magn vatns.
Þar sem næringarsamsetning mannsins er flókin þá getur hollt mataræði verið breytilegt eftir arfgerð einstaklinga, umhverfi og heilsu. Um 20% mannkyns þjást af vannæringu vegna skorts á matvælum. Í þróuðum ríkjum er vandamálið hins vegar offita sem stafar af röngu mataræði og ofneyslu.