Hollensk málfræði

Hollenska hefur enn fallbeygingu, en hún er nánast takmörkuð við fornöfn og föst orðasambönd og hefur að öðru leyti dottið að mestu úr málinu. Tæknilega er enn gerður greinarmunur á málfræðilegu karl- og kvenkyni, en í reynd má segja að nú séu aðeins tvö málfræðileg kyn í hollensku, hvorugkyn (ákv. gr. het) og samkyn (ákv. gr. de), líkt og í dönsku. Beygingakerfi nafnorða og sambanda þeirra hefur verið einfaldað til muna, og líkist fremur því enska en því þýska.

Viðtengingarháttur (aanvoegende wijs) hefur horfið að undanskildum gömlum orðtökum t.d. -God zij met ons.