Hlutanet vísar til nets efnislegra hluta sem eru búnir skynjurum, hugbúnaði og annarri tækni til að að tengjast og skiptast á gögnum við önnur tæki og kerfi um Internetið.[1][2][3][4]

Ilmvatnsdreifari sem stjórnað er með farsíma.

Hugmyndin um hlutanetið kom fram vegna samruna ýmis konar tækni, rauntímagreiningar, vélanáms, skynjara og innfelldra kerfa.[1] Hefðbundin innfelld kerfi, þráðlaus skynjaranet, stjórnkerfi, sjálfvirkni (þar með talin sjálfvirkni heimila og bygginga) og önnur tækni eiga þátt í því að gera hlutanetið mögulegt. Á neytendamarkaðnum er hlutanetið yfirheiti yfir vörur sem mynda „snjallheimilið“, þar með talin tæki (svo sem ljósabúnað, hitastilla, öryggiskerfi, myndavélar og önnur heimilistæki) sem styðja eitt eða fleiri algeng vistkerfi og hægt er að stjórna með tækjum sem tengjast því vistkerfi, svo sem snjallsímum og snjallhátölurum.

Mörg alvarleg álitamál tengjast hættum sem stafa af vexti hlutanetsins, sérstaklega varðandi einkalíf og öryggi. Ýmsar iðngreinar og stjórnvöld hafa hafið vinnu við að takast á við þessi álitamál, meðal annars með þróun alþjóðlegra staðla.[5]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 „What is IoT (Internet of Things) and How Does it Work? | Definition from TechTarget“. IoT Agenda (enska).
  2. Brown, Eric (20. september 2016). „21 Open Source Projects for IoT“. Linux.com.
  3. „Internet of Things Global Standards Initiative“. ITU.
  4. „The Trouble with the Internet of Things – London Datastore“. 10. ágúst 2015.
  5. Lai, Chun Sing; Jia, Youwei; Dong, Zhekang; Wang, Dongxiao; Tao, Yingshan; Lai, Qi Hong; Wong, Richard T. K.; Zobaa, Ahmed F.; Wu, Ruiheng (17. ágúst 2020). „A Review of Technical Standards for Smart Cities“. Clean Technologies. 2 (3): 290–310. doi:10.3390/cleantechnol2030019.